Norðfjarðargöng

Norðfjarðargöng: Met slegið í gangagreftrinum

juni 12062014 2Met var slegið í jarðgangagreftrinum í síðustu viku, þegar rúmlega 136 m voru lagðir að baki í heildina. Eskifjarðarmegin voru grafnir 75,2 m og var grafið í basalti og kargabergi. Rauðleitt smit er á kargaberginu og sjást þess merki á fyllingum við ós Eskifjarðarár.

Fannardalsmegin var gangurinn heldur hægari, en þó ásættanlegur, þar sem grafnir voru 61,2 m. Þar er einnig basalt og kargaberg ráðandi, heillegt og nokkuð gott til gangagarðar. Efnið sem kemur út þaðan er að mestu notað beint í vegfyllingar, en vegurinn lengist nú sífellt í átt að Norðfirði.

Rauðleitur blær er nú á berginu sem keyrt er á fyllingar við ós Eskifjarðarár. Myndir: Ófeigur Ö. Ófeigsson/Hnit

juni 12062014 1

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.