Norðfjarðargöng

Norðfjarðargöng: Þriggja kílómetra áfanganum náð

agust20082014 1Í lok síðustu viku var búið að grafa yfir 3 km af áætlaðri heildarlengd nýrra Norðfjarðarganga, eða rétt um 40% þeirra 7.566 metra sem verða grafnir í bergi. Um tveir þriðju hlutar þessa hafa verið grafnir Eskifjarðarmegin, en um þriðjungur í Fannardal.

Jarðgangagröfturinn hefur almennt gengið þokkalega. Þó svo að á köflum hafi hægt talsvert á vinnslunni vegna erfiðra jarðlaga og mikilla styrkinga, þá hafa einnig komið kaflar þar sem fremur lítilla styrkinga var þörf og gangavinnslan góð.

Framvinda síðustu viku var yfir meðallagi góð, 55,7 m Eskifjarðarmegin og 57 m í Fannardal. Setbergslag rís nú upp frá botni ganganna í Eskifirði og má búast við að það kalli á auknar styrkingar um tíma. Í Fannardal er nú basalt í göngunum, en allnokkuð brotið vegna misgengishreyfinga. Þrátt fyrir að talsvert þurfi að styrkja, þá er gangurinn ágætur í greftrinum.

Mynd 1: Setbergslag í vegstöð 4449 í Eskifirði rís nú á stafninum. Lagið er áætlað um 4,5 m á þykkt og mun kalla á auknar styrkingar þegar það nær þekju ganganna.

Mynd 2: Stafninn í Fannardal er nú eingöngu í basalti, en bergið er allt brotið vegna hreyfinga í jarðskorpunni.

Ljósmyndir: Ófeigur Örn Ófeigsson/Hnit verkfræðistofa

agust20082014 2

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.