Norðfjarðargöng

Norðfjarðargöng: Erfitt setbergslag tefur verkið

september 03092014 1Erfitt setbergslag heftir nú framvindu á nýjan leik Eskifjarðarmegin. Setbergið er nú rúmlega 7 m þykkt og sýnir mjög svipaða hegðun og stóra setbergslagið sem tafði framvindu í vor.

Setbergið var ekki til vandræða framan af, meðan það náði ekki upp fyrir veggi ganganna, þó svo að það hafi kallað á auknar styrkingar. Það er ekki síst vegna þess að nú er um 600 m þykkt berg yfir göngunum og mun meiri spennur í fjallinu við slíkar aðstæður.

Þegar setbergið náði upp fyrir bogalínu var byrjað að setja upp bendinet og stálboga og hylja með sprautusteypu, til að bera uppi bergið.

Því verður haldið áfram uns ásættanlega þykkur fleygur af sterkara bergi verður kominn í þak ganganna til að bera uppi setbergið. Framvinda liðinnar viku var einungis um 23 metrar.

Í Fannardal hefur verið þokkalegur gangur, enda þó jarðfræðinni beri á köflum ekki alveg saman við það sem búist hefur verið við á hverjum stað. Það má einkum rekja til misgengishreyfinga, ekki síst í tengslum við allstóra bergganga sem verða á vegi jarðgangamanna.

Mynd 1: Þykkt setbergslag einkennir nú stafninn Eskifjarðarmegin og miklar styrkingar og styttri sprengifærur draga verulega úr framvindu.

Mynd 2: Fjölbreytni hefur verið á stafni Fannardalsmegin. Efst má sjá lagskipt setberg, undir því er svokallað flikruberg (eða ignimbrít), en í veggjum á þessum stað var allþykkur berggangur sem skorið hefur jarðlögin.

Ljósmyndir: Þórey Ólöf Þorgilsdóttir/Hnit verkfræðistofa

september 03092014 2

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.