Norðfjarðargöng

Gröftur Norðfjarðarganga hálfnaður

oktober 20102014 1 webFimmtíu prósenta markinu var náð um helgina, þegar verktaki Norðfjarðarganga var búinn að sprengja rúm 50% gangaleiðarinnar. Gröfturinn hefur alla jafna gengið vel, ef undan eru skilin tvö stór setbergslög Eskifjarðarmegin, sem hafa tafið framvinduna nokkuð.

Í síðustu viku voru grafnir 89,4 metrar og er heildarlengd ganganna því orðin 3.815,6 metrar sem jafngildir 50,4% af heildarlengd þeirra í bergi.

Jarðfræðin Norðfjarðarmegin hefur verið fjölbreytt og þar kom nýverið fram gríðarstór berggangur, á þriðja tug metra að þykkt og greinilega miklar lóðréttar færslur um hann, því það voru gjörólíkar aðstæður sitt hvoru megin hans.

Nú tekur seinni hálfleikur við í jarðgangagerðinni og vonast menn til að hann gangi áfallalaust.

Mynd 1: Búið að stilla borvagni upp fyrir næstu sprengifæru. 50% markinu þegar náð.

Mynd 2: Í Fannardal var nýverið farið í gegnum rúmlega 20 m þykkan berggang. Gangurinn var á köflum fallega stuðlaður, og allmikið saxaður sums staðar af misgengishreyfingum.

Myndir: Ófeigur Örn Ófeigsson/Verkfræðistofan Hnit

oktober 20102014 2 web

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.