Norðfjarðargöng

Norðfjarðargöng: Ár liðið frá fyrstu sprengingu

nordfjardargong bomba hanna birna webÍ dag, 12. nóvember 2014, er liðið eitt ár frá fyrstu sprengingunni á stafni Norðfjarðarganga. Framan af var eingöngu grafið Eskifjarðarmegin og var búið að grafa tæpa 900 metra þeim megin, áður en byrjað var að sprengja í Fannardal.

Fyrsta sprenging Norðfjarðarmegin var 6. mars. Þá var þykkt setbergslag að koma á stafninn í Eskifirði og hægði það verulega á framvindu í nær 2 mánuði, áður en framvindan jókst á ný.

Nýlega var svo aftur farið í gegnum svipað setbergslag. Það krafðist svipaðra styrkinga og hið fyrra, en það hvarf fyrr upp úr þekjunni og tafir urðu minni af völdum þess.

Á þessu ári sem liðið er frá fyrstu sprengingu hafa alls verið grafnir út um 4.190 metrar af göngunum, eða um 55%, um 2.410 m (35,5%) Eskifjarðarmegin og 1.780 m (23,5%) Norðfjarðarmegin. Alls eru þetta um 320 þúsund rúmmetrar af losuðu efni, eða tæplega 20.000 vörubílshlöss.

Í Fannardal hefur efnið m.a. nýst í vegagerð og er vegfylling komin út undir Kirkjuból í Norðfirði. Eskifjarðarmegin hefur mikið efni verið keyrt í landfyllingar meðfram Eskifjarðará og nú er unnið að landfyllingum austan Norðfjarðarvegar.

jan122013 4
jan21012013 2
feb05022014 3
feb03022014 3
mars07032014 1
mars20032014 3
mars 25032014 3
mars 25032014 4
april09042014
april24042014 1
april30042014 2
juni03062014 2
agust07082014
september 03092014 1
oktober 20102014 1 web
nordfjardargong bomba 0063 web

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.