Norðfjarðargöng

Norðfjarðargöng: Efnið nýtist í vegagerð

november 29112014 1Þokkalegur gangur hefur verið í greftri Norðfjarðarganga síðustu vikur og er nú búið að grafa hartnær 60% ganganna. Efnið sem kemur úr göngunum Norðfjarðarmegin, nýtist að stærstum hluta við vegagerð út dalinn.

Vegfyllingar eru nú komnar út að Kirkjubóli, að stórum hluta órofnar inni í dal, en aðeins slitróttara utar.

Á meðfylgjandi myndum má sjá hvar mjúkum jarðvegi hefur verið mokað úr vegstæðinu og efni úr göngunum sett í staðinn. Jarðvegurinn nýtist svo síðar við frágang vegfláa og fleira.

Myndir: Hnit/Ófeigur Ö. Ófeigsson

november 29112014 2

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.