Norðfjarðargöng

Norðfjarðargöng: Ákveðið að grafa lengra Norðfjarðarmegin

nordfjardargong 27022015 1 webÁkveðið hefur verið að grafa stærri hluta nýrra Norðfjarðarganga Fannardalsmegin frá en upphaflega var áætlað. Setlag hefur tafið framvinduna Eskifjarðarmegin.

Nú hillir undir að gangagröftur komist í eðlilegt horf á ný í Eskifirði, en erfið setlög hafa tafið framvindu síðustu vikur. Tafirnar koma til af því að ekki er hægt að taka lengri færur en 2-2,5 m í einu vegna hrunhættu og á milli þarf að koma fyrir umfangsmiklum styrkingum.

Gangurinn hefur verið bæði jafnari og betri Fannardalsmegin. Upphaflega var ráðgert að grafa um 2,6 km þeim megin, en nýverið var ákveðið að lengja gröft ganganna þar um 400 m og grafa niður að vegstöð 6.600 í stað 7.000 áður.

Þetta er að hluta til komið til vegna efnisþarfar í fyrirhugaðan snjóflóðavarnargarð neðan Sörlagils, en þar féllu snjóflóð fast að fyrirhugaðri veglínu árið 2014. Það eru því enn eftir um 430 m í gangagreftri Fannardalsmegin, um það bil 7-8 vikur til viðbótar, að því gefnu að engin vandamál komi til.

Mynd 1: Setlagið sem hefur hægt á framvindu Eskifjarðarmegin er nú farið upp úr stafninum. Dregið hefur úr magni styrkinga sem eru þó enn meiri en vanalega þar sem 5-6 m þykka veika setlagið er rétt ofan við þekju. Búast má við að framvinda aukist á ný í byrjun næstu viku.

Mynd 2: Kargaberg gengur niður stafninn og undir því er basalt. Á þessari mynd er unnið í víðara sniði þar sem vinna var hafin við spennaútskot. Þeirri vinnu er nú lokið.

Myndir: Hnit verkfræðistofa/Þórey Ólöf Þorgilsdóttir

nordfjardargong 27022015 2 web

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.