Norðfjarðargöng

Norðfjarðargöng: Gangagreftri lokið Norðfjarðarmegin

nordfjardargong 21042015 1Gangagreftri í Fannardal er nú lokið en síðasta sprengjan þeim megin var sprengd í gær. Alls hafa verið grafnir út 3.026 metrar af göngunum Norðfjarðarmegin, eða rétt um 40% af heildarlengd ganganna.

Eins og sjá má á meðfylgjandi súluriti, þá hafa erfið jarðlög tafið minna í Norðfirði en í Eskifirði. Það helgast að hluta af því að þeim megin skera göngin jarðlögin undir brattara horni vegna legu ganganna og því tók mun styttri tíma fyrir erfiðu lögin að hverfa úr sniðinu þeim megin. Nokkur raki hefur verið í jarðgöngunum í Fannardal, en ekki teljandi innrennsli.

Alls komu úr göngunum um 240.000 rúmmetrar af lausu efni. Mikið af efninu hefur farið í vegfyllingar út með dalnum og út að Kirkjubóli.

Hluti efnisins hefur farið í snjóflóðavarnargarð neðan Sörlagils, skammt utan gangamunnans og hluti efnisins hefur verið settur á tipp, bæði við gangamunna, þar sem efnið verður unnið frekar í efri lög vegar og eins út við brú á Norðfjarðará, þar sem það verður nýtt síðar.

Áfram verður unnið að vegagerð utan ganga í Norðfirði. Í jarðgöngunum hefjast nú framkvæmdir við endanlegar styrkingar og frágang og mun sú vinna taka nokkrar vikur.

Mynd1: Stafninn var myndskreyttur eftir að greftri lauk. Ljósm. Ivan Pirsc

Mynd 2: Súlurit er sýnir framvindu við gröft Norðfjarðarganga eftir vikum. Mynd: Ófeigur Ö. Ófeigsson

Mynd 3: Starfsmenn við Norðfjarðargöng stilltu sér upp í myndatöku eftir að lokið var við að moka síðustu sprengifærunni út í Norðfirði. Mynd: Ófeigur Ö. Ófeigsson

nordfjardargong 21042015 2nordfjardargong 21042015 3 web

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.