Norðfjarðargöng

Norðfjarðargöng: Brú á Eskifjarðará

nordfjardargong 20150720 1 webVinna er hafin við byggingu brúar á Eskifjarðará. Verktaki er Vélaverkstæði Hjalta Einarssonar, VHE. Heldur hægar gekk að grafa Norðfjarðargöng í síðustu viku heldur en að undanförnu.

Staurar voru reknir niður í setið á vormánuðum, til að byggja undirstöður brúarinnar á og er þegar búið að steypa tvo sökkla af fjórum og vinna hafin við þann þriðja.

Einnig er byrjaður uppsláttur fyrir veggjum nyrðri landstöpuls og súlunum í nyrðri miðjustöpli.

Verklok við brúarbygginguna eru áætluð 1. október.

Í síðustu viku voru grafnir tæpir 49 metrar samanborið við tæpa 70 metra vikurnar á undan. Bergið var brotnara og því þurfti að styrkja það meira. Þá virðist setbergslag vera framundan sem tefja mun fyrir.

Mynd 1: Uppsláttur er hafinn fyrir nyrðri landstöpli

Mynd 2: Verið er að járnabinda grind í súlur í nyrðri miðst­öpli

Mynd 3: Búið er að gera járnagrind í sökkli syðri landstöpuls. Sjá má staurana sem voru reknir niður, allt að 18 m.

Myndir: Ófeigur Ö. Ófeigsson/Hnit
nordfjardargong 20150720 3 web
nordfjardargong 20150720 2 web

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.