Norðfjarðargöng

Norðfjarðargöng: Brú á Eskifjarðará

nordfjardargong 20150720 1 webVinna er hafin við byggingu brúar á Eskifjarðará. Verktaki er Vélaverkstæði Hjalta Einarssonar, VHE. Heldur hægar gekk að grafa Norðfjarðargöng í síðustu viku heldur en að undanförnu.

Staurar voru reknir niður í setið á vormánuðum, til að byggja undirstöður brúarinnar á og er þegar búið að steypa tvo sökkla af fjórum og vinna hafin við þann þriðja.

Einnig er byrjaður uppsláttur fyrir veggjum nyrðri landstöpuls og súlunum í nyrðri miðjustöpli.

Verklok við brúarbygginguna eru áætluð 1. október.

Í síðustu viku voru grafnir tæpir 49 metrar samanborið við tæpa 70 metra vikurnar á undan. Bergið var brotnara og því þurfti að styrkja það meira. Þá virðist setbergslag vera framundan sem tefja mun fyrir.

Mynd 1: Uppsláttur er hafinn fyrir nyrðri landstöpli

Mynd 2: Verið er að járnabinda grind í súlur í nyrðri miðst­öpli

Mynd 3: Búið er að gera járnagrind í sökkli syðri landstöpuls. Sjá má staurana sem voru reknir niður, allt að 18 m.

Myndir: Ófeigur Ö. Ófeigsson/Hnit
nordfjardargong 20150720 3 web
nordfjardargong 20150720 2 web

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar