Norðfjarðargöng: Snjóflóðavarnargarður í Fannardal
Snjóflóðavarnargarður var byggður í vetur og vor neðan Sörlagils í Fannardal, en snjóflóð féllu þar í fyrravetur.Ákveðið var að lengja gangagröft Norðfjarðarmegin um 200 metra frá því sem upphaflega var gert ráð fyrir og var efnið að stórum hluta nýtt til þess að gera garðinn, alls nálægt 20.000 m3. Hann er um 200 metra langur og 8-10 metrar á hæð.
Gröftur Norðfjarðarganga gengur ágætlega. Í síðustu viku var grafinn 51 metri en er ekki eftir að grafa nema 417 metra.
Mynd 1: Snjóflóðavarnargarður neðan Sörlagils. Lengst til hægri sést inn að vegskálum.
Mynd 2: Garðurinn er um 8-10 m hár yfir landi.
Myndir: Ófeigur Ö. Ófeigsson/Hnit