Norðfjarðargöng: Eskifjarðará flæddi yfir vinnusvæði brúnarvinnuflokksins

Flokkurinn vinnur við byggingu nýrrar brúar á Eskifjarðará, en hún verður hluti af vegtengingunni að nýjum Norðfjarðargöngum.
Ekkert hefur verið hægt að vinna við brúargerðina það sem af er föstudegi, en eingöngu unnið að því að bjarga mótatimbri og öðru á þurrt.
Spáð er áframhaldandi rigningu fram á helgina, svo vinna við brúarsmíðina gæti tafist eitthvað áfram.
Myndir: Hnit/Ófeigur Ö. Ófeigsson



