Norðfjarðargöng

Norðfjarðargöng: Unnið að lokastyrkingum

Það styttist í að vinnu ljúki við lokastyrkingar Norðfjarðarganga, en einungis er eftir að styrkja um 1 kílómetra af þeim 7,5 sem göngin spanna. Þá hefst vinna við steypt mannvirki inni í göngum, auk uppsetningu vatnsklæðninga á lekum svæðum.

Uppsteyping vegskála í Fannardal er á lokametrunum og lýkur væntanlega fyrir jól.

Utan ganga heldur vegagerð áfram, bæði í Eskifirði og í Norðfirði. Vegfylling er nú komin hartnær út undir Neðri Skálateig í Norðfirði og í Eskifirði eru sjófyllingar langt komnar austan Norðfjarðarvegar. Landfyllingum í Eskifirði lauk í október.

Vinnu við brú á Eskifjarðará er lokið og nú er unnið að veitingu árinnar undir hana. Hjáleið inn í Eskifjarðardal verður nú yfir vegfyllingu og eru vegfarendur beðnir um að sýna sérstaka aðgát þegar ferðast er þar um.

Myndir: Hnit/Ófeigur Ö. Ófeigsson

Mynd 1: Vegskáli í Fannardal. Eftir er að steypa kraga framan á skálann.
Mynd 2: Vegskáli í Fannardal. Starfsmenn verktaka vinna að frágangi í vegskála.
Mynd 3: Vegskáli í Fannardal. Unnið er að því að gera mótin tilbúin fyrir síðust færu er tengir skálann við bergið.
Mynd 4: Brú á Eskifjarðará
Mynd 5: Brú á Eskifjarðará
Mynd 6: Brú á Eskifjarðará

nordfjardargong 20151214 2 webnordfjardargong 20151214 3 webnordfjardargong 20151214 4 webnordfjardargong 20151214 5 webnordfjardargong 20151214 6 web

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.