Norðfjarðargöng

Lokið við að styrkja í Norðfjarðargöngum

Lokið var við að styrkja Norðfjarðargöng um miðjan janúarmánuð. Hafinn er undirbúningur að uppsetningu vatnsklæðninga á þeim svæðum þar sem einhver leki er úr lofti og veggjum og verður unnið við það á næstu mánuðum.


Samhliða því fer fram vegagerð í göngum Fannardalsmegin, en byrjað var á því um leið og steypuvinnu lauk við vegskála þar. Fyrsta verkefni vegagerðarhlutans er vinna við frárennslislagnir og ídráttarrör í jörð. Einnig er unnið að mölun steinefna sem notuð verða við lagnavinnuna, sem og burðarlög vegarins.

Þá er hafin vinna við uppsteypu vegskála í Eskifirði og tæknirýma í göngum.

Áætlun verktaka miðast nú við að ljúka malbikun í jarðgöngum fyrir næsta vetur, en vinna við rafbúnað verður væntanlega í gangi fram á sumar 2017, ásamt því að ljúka við vegagerð og frágang utan ganga. Sem fyrr, er gert ráð fyrir verklokum 1. september 2017.

Mynd 1: Vegskáli í Fannardal er nú fullsteyptur.
Mynd 2: Botnplata í tæknirými í útskoti steypt.
Ljósmyndir: Hermann Hermannsson/Hnit verkfræðistofa

 nordfjardargong 20160201 2

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar