Norðfjarðargöng

Norðfjarðargöng: Byrjað að malbika í næstu viku

Íbúar á Eskifirði og Norðfirði mega eiga von á vaxandi umferð við Norðfjarðargöng fram á haust á lokaspretti framkvæmda við göngin. Malbika á í göngunum í næstu viku.


Í Norðfjarðargöngum hefur að undanförnu verið unnið af krafti við undirbúning fyrir malbikun ganganna. Lagðar hafa verið lagnir í gangabotninn, ídráttarrör fyrir rafmagn og frárennslislagnir.

Burðarlög eru komin í gangabotninn og er stefnt á að malbikun ganganna hefjist í næstu viku. Malbikunarstöðvar hafa verið reistar við Mjóeyrarhöfn, þar sem malbikið verður framleitt. Því má búast við talsverðri umferð vörubíla með malbik um Eskifjörð á næstu vikum.

Þá hafa rafvirkjar verið við vinnu í spennistöðvum og töflurýmum innan og utan ganga og er nú komið rafmagn á öll þessi rými. Eftir að malbikun lýkur fara þeir af krafti í uppsetningu strengstiga í loft gangnanna og undirbúa fyrir uppsetningu lýsingar og annars búnaðar.

Framundan er svo vinna við vegagerðina utan ganga og gerir verktakinn fyrir að fyrstu vikurnar verði mestur kraftur í Eskifirði, en síðan í Norðfirði.

Íbúar geta því búist við að verða varir við talsverð umsvif verktakanna í sumar og fram á haust, en þá er gert ráð fyrir að verkefninu verði lokið.

Myndir: Hnit
Rafvirkjar við vinnu í töflurými.
Gengið frá lögnum fyrri rafmagn þvert yfir veg í göngum.
Fyllt yfir undirgöng í Eskifirði.

 

 

nordfjardargong 20170421 1 web

nordfjardargong 20170421 2 web

nordfjardargong 20170421 3 web

 

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar