Norðfjarðargöng

Norðfjarðargöng: Flestir starfsmenn Metrostav hafa lokið störfum

Flestir starfsmenn tékkneska verktakans Metrostav eru farnir af starfssvæði Norðfjarðarganga því vinnu þeirra við þau er að mestu lokið. Hafin er vinna við vegagerð í göngunum sjálfum.


Vinnu við vatnsklæðingar og sprautusteypun er lokið og því eru nú ákveðin þáttaskil í verkinu. Vinna við raflagnir og vegagerð í göngunum taka við og eru þau verk fyrst og fremst unnin af starfsmönnum Suðurverks og undirverktaka þeirra.

Vinna við raflagnir er hafin inni í göngum, þá aðallega við ýmsa undirbúningsvinnu í tæknirýmum svo sem lögn strengstiga, samhliða uppsetningu grinda fyrir kerfisgólf.

Í byrjun mánaðarins var lokið við að draga 1 KV rafstreng í gegnum göngin. Alls voru þetta tíu mislangir leggir sem dregið var í, allt frá 500 m upp í 1160 m. RARIK vinnur nú að því að skeyta kaplinum saman og undirbúa hann fyrir því að hleypa spennu á hann.

Í síðustu viku byrjaði verktakinn að keyra út neðra burðalagi inn í göngin og er efninu ekið frá Fannardal, þar sem það var unnið.

Mikil vinna er framundan í göngunum, en stefnt er að því að malbika þau með vorinu.

nordfjardargong 20170208 2 web

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.