Norðfjarðargöng

Norðfjarðargöng: Vegamótin malbikuð

Vegagerð við ný Norðfjarðargöng er í fullum gangi. Um helgina var lokið við að malbika vegamótin sem tengja Eskifjörð við nýjan Norðfjarðarveg.


Neðra lagið var lagt á síðasta þriðjudag, kantsteinn um eyjar á miðvikudag og efra malbikslagið var lagt á um helgina.

Mesta vinnan síðustu daga hefur verið við vegagerð Eskifjarðarmegin, bæði á nýju leiðinni að göngunum og einnig í tengingu nýja vegarins við þann gamla á leiðinni út í Hólmahálsinn, eins og vegfarendur hafa eflaust orðið varir við. Reynt verður að koma slitlagi á þann kafla fyrir verslunarmannahelgi.

Í jarðgöngunum hafa rafvirkjar unnið af krafti við uppsetningu á strengstigum í loft ganganna, en þeir munu m.a. bera uppi lýsingu ganganna. Einnig er búið að draga út talsvert af strengjum í jörð og undirbúa fyrir uppsetningu ljósaskilta af ýmsum toga á veggjum ganganna.

Á meðfylgjandi myndum má sjá vinnu við malbikun og steypingu kantsteins við nýja tengingu Eskifjarðar við Norðfjarðarveg. Myndir: Verkfræðistofan Hnit

nordfjardargong 20170717 1 web

nordfjardargong 20170717 2 web

nordfjardargong 20170717 3 web

 

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar