Norðfjarðargöng

Norðfjarðargöng: Vel gengur að steypa vegskála

Vel hefur gengið að steypa vegskála Norðfjarðarganga og var síðasta steypan í Eskifirði steypt nú fyrir helgi.


Heildarlengd vegskála er 350 metrar sem skiptast þannig að 124 metrar eru í Eskifirði, en 226 m í Norðfirði. Nú mun verktaki færa sig um set með mótin og hefja uppslátt á undirgöngum á Dalbraut í Eskifirði.

Einnig hefur verið unnið við frágang steyptra rýma fyrir spennistöðvar og annan rafbúnað. Alls eru sex slík rými, fjögur innan jarðganga og eitt við hvorn vegskála.

Myndir: Hermann Hermannsson/Hnit

nordfjardargong 20161012 1 web

 nordfjardargong 20161012 2 web

nordfjardargong 20161012 3 web

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar