Norðfjarðargöng

Norðfjarðargöng: Vinnu við steypt mannvirki lokið

Lokið var við uppsteypu undirganga á Dalbraut í Eskifirði um miðjan nóvember og innan ganga lauk uppsteypu nú um mánaðarmótin. Með þessum áföngum lauk vinnu við steypt mannvirki í verkinu og er nú verktakinn að ganga frá krana og mótum á svæðinu.

Uppsetning vatnsklæðninga kláraðist einnig um miðjan nóvember. Sprautusteypa yfir klæðningarnar er nú í gangi og er áætlað að þær klárist seinni hluta janúar.

Vegagerð utan ganga er nú í gangi og hefur verktaki getað nýtt sér veðurblíðuna að undanförnu. Aðallega hefur hann unnið Norðfjarðarmegin við ýmsan frágang eins og grjóthleðslur, fyllingar o.fl.

Myndir: Hnit verkfræðistofa

nordfjardargong 20161206 1 web
Mynd 1: Undirgöng á Dalbraut í Eskifirði ásamt vegskála

nordfjardargong 20161206 2 web
Mynd 2: Undirgöng á Dalbraut í Eskifirði

nordfjardargong 20161206 3 web
Mynd 3: Veggur steyptur í útskoti inn í göngum

nordfjardargong 20161206 4 web
Mynd 4: Vatnsklæðingar í göngum. Verið að sprautusteypa yfir klæðingar

nordfjardargong 20161206 5 web
Mynd 5: Fyllt að vegskála í Norðfirði

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.