Norðfjarðargöng

Norðfjarðargöng ekki tilbúin fyrr en í lok október

Útlit er fyrir að opnun nýrra Norðfjarðarganga seinki um hátt í tvo mánuði frá því sem áætlað var. Mest seinkunn hefur orðið á frágangi rafkerfa í göngunum.


Við opnun endurbætts Norðfjarðarflugvallar í dag sagði Páll Björgvin Guðmundsson, bæjarstjóri Fjarðabyggðar, að nýju göngin yrðu ekki opnuð fyrr en í lok október. Sveitarstjórn Fjarðabyggðar var tilkynnt um tafirnar á fundi með vegamálastjóra og samgönguráðherra í morgun.

Í samtali við Austurfrétt sagði Hreinn Haraldsson, vegamálastjóri, að Vegagerðin hefði fengið þessar upplýsingar á verkfundi á miðvikudag en áður hefði verið gengið nokkuð á eftir upplýsingum um stöðu verksins.

Hreinn sagði að mest vinna væri eftir í ýmiss konar frágangi raflagna og rafmangskerfa. Engin endanleg dagsetning er komin á hvenær göngin verða opnuð.

Annars hefur sýnilegasta vinnan að undanförnu verið við veginn að göngunum inn Fannardal í Norðfirði.

 

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.