Tæpt ár í opnun Norðfjarðarganga
Nú er rúmt ár frá gegnumslagi í Norðfjarðargöngum og að öllu óbreyttu tæpt ár þar til þau verða opnuð. Ýmislegt er ógert þótt gat sé komið í gegnum fjallið.
Eftir að lokastyrkingum lauk snemma á þessu ári hefur verið unnið við lagnir fyrir rafmagn og frárennsli, steypa spennistöðvar og fleira.
Uppsetning vatnsklæðninga er í fullum gangi og er bæði unnið á dag- og næturvöktum. Þótt vatnsleki sé ekki mikill, eru smálekar hér og þar, sem glíma þarf við. Talsvert hefur verið um ný lekasvæði í göngunum í sumar en áætlað er að vinna við klæðingar og frágang þeirra standi fram að áramótum.
Myndir: Hermann Hermannsson og Ófeigur Ófeigsson/Hnit verkfræðistofa