30. mars 2017
Byggðaráðstefna ungra Austfirðinga: Okkur þykir öllum vænt um Austurland
Félagið Ungt Austurlands, sem stofnað var í október, gengst fyrir byggðaráðstefnu um framtíð fjórðungsins á Borgarfirði helgina 8. – 9. apríl. Markmið ráðstefnunnar er að fá ungt fólk til að hafa áhrif á stefnumótun fyrir svæðið og ræða saman á jafningjagrundvelli.