10. febrúar 2017
Reyndi að setja sig í spor Stórval við tónsmíðina
„Stórval er tónverk sem ég samdi um málverk Stefáns frá Möðrudal, eða Stórval. Mér finnst hann og verkin hans áhugaverð og ég reyndi að taka stemmninguna úr þeim og setja í tónverkið mitt, reyndi að skrifa það eins og málari,“ segir Charles Ross, höfundur verksins, en hann er einn meðlimur Stelks, sem mun flytja verkið í Egilsstaðakirkju á sunnudagskvöldið.