SAM-félagið með sumarsýningu Sláturhússins

samfelagid sippubondSam-félagið, grasrótarsamtök skapandi fólks á Austurlandi, stendur að baki sumarsýningu Sláturhússins á Egilsstöðum sem opnuð verður á morgun. Útgangspunkturinn í ár er hönnun og listhandverk með vísan í menningu svæðisins og staðbundin hráefni.

Lesa meira

Emilía Antonsdóttir hlaut viðurkenningu rótarýfélaga

emilia antonsdottir crivelloEmilía Antonsdóttir Crivello, danskennari, hlaut viðurkenningu úr þjóðhátíðarsjóði Rótarýklúbbs Héraðsbúa sem afhent var á 17. júní fyrir frumkvöðlastarf sitt í listdanskennslu og listrænni tjáningu á Héraði undanfarin sjö ár.

Lesa meira

Fortitude: Snjóleysið það eina sem háði tökuliðinu

patrick spence fortitude webYfirframleiðandi Fortitude-þáttanna segist þakklátur Austfirðingum fyrir hlýjar móttökur. Tökur þáttanna hafa gengið vel er frá er talið snjóleysið sem hefur sett talsvert strik í reikninginn. Hann segir aðstandendur þáttanna meira en til í að koma aftur austur ef þeir njóta vinsælda.

Lesa meira

Barði NK á frímerki

bardiNKSkuttogarinn Barði NK 120 er meðal þeirra sem prýða nýja seríu frímerkja frá Íslandspósti sem tileinkuð er togurum og fjölveiðiskipum.

Lesa meira

Helgi Hall sæmdur fálkaorðunni

helgi hall naust11Helgi Hallgrímsson, náttúrufræðingur á Egilsstöðum, var í dag sæmdur heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu af forseta Íslands við hátíðlega athöfn á Bessastöðum.

Lesa meira

Breyta íssílóinu í stúdíó

UnaogVinny-StudioSiloÍ Sköpunarmiðstöðinni í gamla frystihúsinu á Stöðvarfirði er í sumar stefnt að því að breyta fyrrum íssílói í hljóðver fyrir tónlistarfólk. Söfnun er hafin til að kaupa tækjabúnaðinn. Aðstandendur segja að hljóðverið geti orðið lyftistöng fyrir tónlistarlíf á Austurlandi.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.