Miðvikudaginn 26. febrúar nk. frá kl. 09:15 – 17:00 standa fjórar símenntunarmiðstöðvar og mennta- og menningarmálaráðuneyti fyrir málþingi um framhaldsfræðslu á Hótel Héraði á Egilsstöðum. Málþingið er opið öllum sem áhuga hafa á aukinni hæfni til starfa og gæðamálum.
Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, segir það ævintýri líkast hvernig Egilsstaðir hafi þróast á undanförnum áratugum. Í dag sé þar orðin til umferð erlendra ferðamanna að vetri til sem enginn hefði búist við fyrir fáum árum. Hann mælir með því fyrir áhugasama að prófa að verða forseti.
List án landamæra á Austurlandi 2014 efnir til samkeppni um hönnun á lyklakippu fyrir Austurland sem sækir innblástur til landvættis Austurlands, dreka sem ver fjórðunginn fyrir ágangi. Höfundur verðlaunahugmyndarinnar hlýtur 70.000 krónur í verðlaun. Keppnin er öllum opin.
Fræðsluþing Vitundarvakningar um kynferðislegt, andlegt og líkamlegt ofbeldi gegn börnum verður haldið í Verkmenntaskóla Austurlands í Neskaupstað þriðjudaginn 25. febrúar 2014, kl. 14 - 17.
Tinna Guðmundsdóttir, forstöðukona menningarmiðstöðvarinnar Skaftfells á Seyðisfirði, segir það hafa skipt miklu máli fyrir miðstöðina að hljóta viðurkenninguna Eyrarrósina í fyrra. Bæjarstjóri Seyðisfjarðar segir þá staðreynd að rósin hafi tvisvar komið þangað sanna hve menningarstarf sé mikils metið í bænum.
Enn eitt aðsóknarmetið var slegið á Austurfrétt í síðustu viku þegar ríflega 14.000 einstakir notendur heimsóttu vefinn. Fréttir vefsins fóru víða um íslenskt samfélag í vikunni.
Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, var dómari í kökukeppni Skaftfells sem haldin var í tilefni sýningarloka á 15 ára afmælissýningu menningarmiðstöðvarinnar um helgina. Hann heimsótti einnig skóla á Seyðisfirði í ferð sinni þangað.
Áhöfnin á eikarbátnum Húna II hlaut um helgina Eyrarrósina fyrir framúrskarandi menningarstarfsemi á landsbyggðinni. Dorrit Moussaieff, forsetafrú, afhenti viðurkenninguna í Skaftfelli á Seyðisfirði á laugardag.