Stólaskipti Sigurðar í Sinfóníuhljómsveitinni
Eini einstaklingurinn sem Austurland getur státað sig af í Sinfóníuhljómsveit Íslands ákvað fyrir nokkru að gefa eftir sæti sitt sem fyrsti básúnuleikari hljómsveitarinnar. Hans eigin nemandi fékk það sæti í kjölfarið.
Valið um hvar fólk deyr
Heilbrigðisstofnun Austurlands (HSA) vinnur nú að þjálfun starfsfólks sem á að vera tilbúið til stuðnings á fleiri stöðum en áður þegar mikið veikir einstaklingar óska eftir að njóta líknandi meðferðar sem næst heimahögunum. Þar með er þjónustan tryggð þegar upp koma aðstæður eins og þegar Anna Gunnlaugsdóttir lést í fyrra. Aðstandendur hennar söfnuðu fé þannig hægt var að innrétta tvö herbergi fyrir líknandi þjónustu á hjúkrunarheimilinu Dyngju á Egilsstöðum.Þurftu að taka borðin út til að koma fleirum fyrir
Húsfyllir var og rúmlega það í sal Hótel Héraðs á Egilsstöðum á baráttufundi sem boðað hafði verið til í tilefni kvennaverkfalls í dag.Undirbúningur fyrir hundrað ára afmæli Sambands austfirskra kvenna þegar hafinn
Góður undirbúningur er jafnan forsenda þess að allt gangi vel í einu og öllu. Þess vegna má færa rök fyrir að hundrað ára afmæli Sambands austfirskra kvenna (SAK) árið 2027 verði allsérstakur viðburður því vinna er nú þegar hafin við að gera þau tímamót sérstök og eftirminnileg.
Vísir að fjölskylduvænum náttúrureit í Neskaupstað
Rótarýklúbbur Neskaupstaðar hefur lengi vel gróðursétt tré á bletti innarlega í bæjarlandinu í því skyni að búa til fallegan gróðurreit til framtíðar. Klúbburinn bætti um betur í sumar og kom þar fyrir stórum steinbekk.
Markaði djúp spor í tónlistarvitund barna á Austurlandi
Það ekki allir tónlistarmenn sem láta sig hafa tíu tónleika á einungis fjórum sólarhringum en það gerði Steinunn Harðardóttir, betur þekkt sem DJ flugvél og geimskip, fyrir skömmu þegar hún í samstarfi við BRAS [menningarhátíð barna og unglinga á Austurlandi] hélt svo marga tónleika fyrir börn og unlinga í einum tíu skólum á Austurlandi.
Sýnir heimildarmynd sína Japaninn um Ljósafell Loðnuvinnslunnar fyrir opnu húsi í Skrúð
Þó tæknilega hafi frumsýning á heimildarmynd Guðmundar Bergkvist, kvikmyndatökumanns, um 50 ára sögu Ljósafells Loðnuvinnslunnar farið fram fyrir luktum dyrum á afmælishátíð Kaupfélags Fáskrúðsfirðinga í síðasta mánuði fer frumsýning myndarinnar fyrir opnu húsi fram í kvöld í Skrúð klukkan 20.