Nýtt tjaldsvæði við Sólbrekku

 

Undanfarna daga hafa Veraldarvinir unnið í Mjóafirði, meðal annars við að gera nýtt tjaldstæði við Sólbrekku. Svæðið var framræst, gerð bílastæði og tjaldsvæði þökulagt. Veraldaldarvinir hafa einnig unnið að tiltekt í Mjóafjarðarhöfn og við hús í eigu sveitarfélagsins. Tjaldsvæði eru nú í öllum sex fjörðum Fjarðabyggðar.

mjifjrur_veraldarvinir.jpg

Lesa meira

Eflir leitarmöguleika á sjó og landi

TF-SIF er ný flugvél Landhelgisgæslunnar og kom hún til landsins í fyrradag. Hún eflir mjög leit á sjó og landi því tæknibúnaður vélarinnar getur greint umhverfi með öflugum hætti.

tf-sif.jpg

 

Lesa meira

19% fækkun á flugleiðinni RVK-EGS

Heldur er að draga saman í innanlandsfluginu milli Reykjavíkur og Egilsstaða. Samkvæmt upplýsingum frá Flugfélagi Íslands hefur farþegum í flugi milli staðanna fækkað um 19% það sem af er ári.

flugvl_2.jpg

 

Lesa meira

Mótmæla vondum samgöngum

Hópur fólks hefur tekið höndum saman um að vekja athygli á óviðunandi ástandi samgangna við Seyðisfjörð. Í því skyni er efnt til almennrar hópgöngu yfir Fjarðarheiði a.m.k. ársfjórðungslega þar til komin verða jarðgöng sem tengja Seyðfirðinga við önnur byggðarlög.

fjararheii.jpg

Lesa meira

Humarhátíðin gengin í garð

Humarhátíð á Höfn er formlega sett í dag, þrátt fyrir að hún hafi hafist fyrr í vikunni. Í fyrra komu 2000 gestir á hátíðina og er búist við öðru eins í ár. Íbúar og gestir hátíðarinnar borða humar eins og þeir geta í sig látið, eldaðan og framreiddan með ýmsum hætti. Fjölmörg skemmtiatriði eru á boðstólum, tónlist og íþróttakeppnir.

 lobster.jpg

Þórir SF 77 í heimahöfn

 

Þórir SF 77 nýtt skip Skinneyjar Þinganess og hið síðara sem smíðað var í Taiwan kom til Hornafjarðar 30. júní. Öll skip fyrirtækisins að undanskyldu Þinganesinu sem var í slipp, sigldu fánum prýdd til móts við  Þóri og  tóku á móti honum skammt vestan við Hvanney. Síðan sigldu öll skipin  til hafnar með nýja Þóri í fararbroddi.

fr_mttku_ris_sf_77.jpg

Lesa meira

Vélinni var flogið á rafmagnsvír

Rannsóknarnefnd flugslysa sendi í morgun frá sér tilkynningu þar sem fram kemur að nú sé unnið að rannsókn á flugslysinu sem varð í Vopnafirði síðdegis í gær. Tveir voru í vélinni og lést annar þeirra en hinn er lífshættulega slasaður. Niðurstöður vettvangsrannsóknar benda til að Cessna 180 vélinni hafi verið flogið á rafmagnsvír með þeim afleiðingum að hún brotlenti. Vettvangsrannsókn lýkur væntanlega í dag og verður brak vélarinnar flutt suður í gámi um helgina til frekari rannsóknar.

cessna20180.jpg

Lesa meira

Íbúar Egilsstaða taki til

 

Á vef sveitarfélagsins Fljótsdalshéraðs er vitnað í grein Helga Hallgrímssonar náttúrufræðings á Egilsstöðum um umgengni í og við þéttbýlið. ,,Í Austurglugganum, sem kom út fyrir viku, skrifar Helgi Hallgrímsson náttúrufræðingur á Egilsstöðum þarfa grein, þar sem hann ávítar íbúa, fyrirtæki og sveitarfélagið fyrir slæglega umgengni og hvetur alla aðila til að girða sig í brók, taka til í kring um sig og ganga vel um einkalóðir og opin svæði.

rusla.jpg

Lesa meira

Þrír gististaðir í viðbót

 

Gistiframboð hefur nú aukist enn frekar á Seyðisfirði. Þannig hefur nú opnað Gistiheimilið Norðursíld norðan og utanvert í Seyðisfirði og að Austurvegi 17 er íbúð til útleigu fyrir fjölskyldur, einstaklinga eða litla hópa. Þá býður Skálinn sf. upp á heimagistingu í bænum. Fyrir eru m.a. Hótel Aldan, Farfuglaheimilið Hafaldan og Skálanes.

seyisfjrur.jpg

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.