
Síðastliðinn fimmtudag, 14. apríl, héldu strákarnir í hljómsveitinni Miri tónleika til að fagna tímamótum á ferli sínum. Fyrsta breiðskífa sveitarinnar, "Okkar", sem hlotið hefur góðar viðtökur hérlendis, mun koma út í Evrópu og Bandaríkjunum í næsta mánuði, auk þess sem hljómsveitin afhjúpaði nýjasta meðlim sinn, Skúla Magnússon. Tónleikarnir fóru fram í Vegahúsinu í Sláturhúsinu og var þar mikið stuð.