Austfirsk ungmenni hafa tækifæri til fimmtudags til að skrá sig á listasmiðjur LungA-hátíðarinnar sem haldin verður á Seyðisfirði í júlí. Skipuleggjendur segjast vilja ná betur til nærsamfélagsins að þessu sinni. Hægt er að skrá börn frá fjögurra ára aldri í listasmiðjur.
Heimsókn hr. Guðna Th. Jóhannessonar, forseta Íslands, til Fjarðabyggðar lauk í gær þegar forsetinn leit við í sauðburði á bænum Sléttu í Reyðarfirði. Nýfædd gimbur var þar nefnd eftir forsetafrúnni.
Um helgina fara fram prufur fyrir leiksýninguna Hollvættur á heiði í Sláturhúsinu á Egilsstöðum en leikverkið verður frumsýnt þar í haust. Um atvinnuleiksýningu er að ræða sem jafnframt verður formleg opnunarsýning leiklistarsalar hússins.
Náttúruskólinn eru austfirsk félagasamtök sem bjóða skólum upp á námskeið sem miða að því að efla tengingu fólks á öllum aldri við náttúruna, en bæta um leið samskipti innan hóps og rækta einstaklinginn.
Bergrún Gígja Sigurðardóttir kynntist fyrst verkalýðsstarfi upp úr fermingu þegar hún byrjaði að vinna í frystihúsinu á Höfn í Hornafirði. Hún fluttist sextán ára á verbúðina Ásgarð og síðan til Reykjavíkur og Svíþjóðar en rak líka um tíma hið sögufræga félagsheimili Húnaver ásamt manni sínum. Hún hefur í tæpan áratug verið trúnaðarmaður í álverinu á Reyðarfirði.
Veðurstofan spáir mildu vorveðri um helgina sem verður líklega best á Vopnafirði. Sunnar á svæðinu og út við ströndina verður svalara og líkur á skúrum.
Hallormsstaðaskóli leitar að áhugasömum einstaklingum sem eru til í að taka þátt tilraunum með matreiðslu úr austfirskum hráefnum um helgina. Eldamennskan er hluti af stóru rannsóknarverkefni á vegum Háskóla Íslands um sjálfbært, heilsusamlegt matarræði. Vinna við það verður kynnt áður en byrjað verður að elda.
Tvær nýjar sýningar voru opnaðar í Skaftfelli á Seyðisfirði á föstudag. Annars vegar sumarsýningin The Arctic Creatures Revisited í aðalsalnum, hins vegar verk á verkum Ra Tack á Vesturveggnum.
Húsfyllir var á tónleikum Sinfóníuhljómsveitar Austurlands í Tónlistarmiðstöðinni á Eskifirði á sunnudag þar sem sveitin flutti nokkur af helstu perlum kvikmyndatónlistarsögunnar.