Forskráning fyrir Austfirðinga á LungA

Austfirsk ungmenni hafa tækifæri til fimmtudags til að skrá sig á listasmiðjur LungA-hátíðarinnar sem haldin verður á Seyðisfirði í júlí. Skipuleggjendur segjast vilja ná betur til nærsamfélagsins að þessu sinni. Hægt er að skrá börn frá fjögurra ára aldri í listasmiðjur.

Lesa meira

Forsetagimbrin fékk nafnið Eliza

Heimsókn hr. Guðna Th. Jóhannessonar, forseta Íslands, til Fjarðabyggðar lauk í gær þegar forsetinn leit við í sauðburði á bænum Sléttu í Reyðarfirði. Nýfædd gimbur var þar nefnd eftir forsetafrúnni.

Lesa meira

Prufa leikara fyrir atvinnuleikhússýningu

Um helgina fara fram prufur fyrir leiksýninguna Hollvættur á heiði í Sláturhúsinu á Egilsstöðum en leikverkið verður frumsýnt þar í haust. Um atvinnuleiksýningu er að ræða sem jafnframt verður formleg opnunarsýning leiklistarsalar hússins.

Lesa meira

Útinám og útivist séu sjálfsagður hluti af skólastarfi

Náttúruskólinn eru austfirsk félagasamtök sem bjóða skólum upp á námskeið sem miða að því að efla tengingu fólks á öllum aldri við náttúruna, en bæta um leið samskipti innan hóps og rækta einstaklinginn.

Lesa meira

Lærdómsríkt að vera trúnaðarmaður

Bergrún Gígja Sigurðardóttir kynntist fyrst verkalýðsstarfi upp úr fermingu þegar hún byrjaði að vinna í frystihúsinu á Höfn í Hornafirði. Hún fluttist sextán ára á verbúðina Ásgarð og síðan til Reykjavíkur og Svíþjóðar en rak líka um tíma hið sögufræga félagsheimili Húnaver ásamt manni sínum. Hún hefur í tæpan áratug verið trúnaðarmaður í álverinu á Reyðarfirði.

Lesa meira

Von á tveggja stafa tölum um helgina

Veðurstofan spáir mildu vorveðri um helgina sem verður líklega best á Vopnafirði. Sunnar á svæðinu og út við ströndina verður svalara og líkur á skúrum.

Lesa meira

Leita að fólki til að elda úr austfirsku hráefni

Hallormsstaðaskóli leitar að áhugasömum einstaklingum sem eru til í að taka þátt tilraunum með matreiðslu úr austfirskum hráefnum um helgina. Eldamennskan er hluti af stóru rannsóknarverkefni á vegum Háskóla Íslands um sjálfbært, heilsusamlegt matarræði. Vinna við það verður kynnt áður en byrjað verður að elda.

Lesa meira

Norðurslóðaskepnur í Skaftfelli

Tvær nýjar sýningar voru opnaðar í Skaftfelli á Seyðisfirði á föstudag. Annars vegar sumarsýningin The Arctic Creatures Revisited í aðalsalnum, hins vegar verk á verkum Ra Tack á Vesturveggnum.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.