28. maí 2024
Töluvert fleiri fuglategundir nú en fyrir ári á Fugladeginum
Árlegur Fugladagur Náttúrustofu Austurlands og Ferðafélags Fjarðamanna fór fram fyrir skömmu en við það tilefni koma ferða-, og fuglaáhugamenn í Fjarðabyggð auk starfsmanna Náttúrustofunnar saman og skrá þær tegundir fugla sem sjást við leirur Reyðar- og Norðfjarðar í sumarbyrjun.