Dulinn hlutur í tryggingafélagi
Samkvæmt fundargerð hreppstjórnar Djúpavogs á hreppurinn dulinn hlut í Samvinnutrygginum GT, sem er undir Eignarhaldsfélagi Brunabótafélags Íslands.
Samkvæmt fundargerð hreppstjórnar Djúpavogs á hreppurinn dulinn hlut í Samvinnutrygginum GT, sem er undir Eignarhaldsfélagi Brunabótafélags Íslands.
Tvö tilboð bárust í fasteignir fyrrum grunnskóla í Nesjum við Hornafjörð, en tilboðin voru opnuð í morgun hjá Ríkiskaupum. Guðjón Pétur Jónsson á Höfn átti hærra boðið en það ljóðaði upp á 60,5 milljónir fyrir einbýlishúsið Sunnuhvol, heimavistarskólahúsnæðið, kennslustofur sem Framhaldsskóli A-Skaft var áður í, mötuneyti, 4 íbúðir, og geymslur.
Á vefsíðu Djúpavogshrepps kemur fram að síðustu daga hafa nemendur leikskólans bakað sínar árlegu piparkökur og skreytt þær. Þessi liður er einn af þeim föstu liðum í starfi Bjarkatúns í Desember. Krakkarnir baka kökurnar sjálf og skreyta þær.
Kemur fram að eftir nokkuð langt stopp hafa smiðirnir tekið fram hamrana á ný og halda ótrauðir áfram, eins og ekkert hafi í skorist, að reisa Helguhús, hús Helgu Bjarkar Arnardóttur. Nokkuð er síðan bílskúrinn var fokheldur en nú er smám saman að koma mynd á húsið sjálft. Það eru sem fyrr Austverksmenn sem sjá um hamarshöggin undir öruggum hamarsleiðbeiningum Egils Egilssonar. Eins koma sjálfsagt fyrir naglar og skrúfur og sitthvað fleira smíðatengt.
ÓB
Haganlega skreyttur hnífur kom í ljós við fornleifauppgröft á Skriðuklaustri í seinustu viku. Hann kann að sýna mynd af erkiengli.
Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.