Í nýjasta tölublaði fréttabréfs Framsóknarflokksins kemur fram að Framsóknarfélag Héraðs og Borgarfjarðar stendur nú í ströngu við undirbúning glæsilegs framsóknarteits sem haldið verður þann 11. janúar n.k. eða á föstudaginn í næstu viku.
Á vefsíðu Djúpavogshrepps kemur fram að síðustu daga hafa nemendur leikskólans bakað sínar árlegu piparkökur og skreytt þær. Þessi liður er einn af þeim föstu liðum í starfi Bjarkatúns í Desember. Krakkarnir baka kökurnar sjálf og skreyta þær.
Kemur fram að eftir nokkuð langt stopp hafa smiðirnir tekið fram hamrana á ný og halda ótrauðir áfram, eins og ekkert hafi í skorist, að reisa Helguhús, hús Helgu Bjarkar Arnardóttur. Nokkuð er síðan bílskúrinn var fokheldur en nú er smám saman að koma mynd á húsið sjálft. Það eru sem fyrr Austverksmenn sem sjá um hamarshöggin undir öruggum hamarsleiðbeiningum Egils Egilssonar. Eins koma sjálfsagt fyrir naglar og skrúfur og sitthvað fleira smíðatengt.
Tvö tilboð bárust í fasteignir fyrrum grunnskóla í Nesjum við Hornafjörð, en tilboðin voru opnuð í morgun hjá Ríkiskaupum. Guðjón Pétur Jónsson á Höfn átti hærra boðið en það ljóðaði upp á 60,5 milljónir fyrir einbýlishúsið Sunnuhvol, heimavistarskólahúsnæðið, kennslustofur sem Framhaldsskóli A-Skaft var áður í, mötuneyti, 4 íbúðir, og geymslur.