Kvennabrú

Karl Sölvi GuðmundssonAusturbrú, sameinuð stoðstofnun á Austurlandi, er komin vel á legg og margt vel hæft fólk þar að vinna fjórðunginum mikið gagn. En eitthvað byrjaði karlpeningur hér eystra að tísta dimmum róm þegar nýjustu fréttir birtust af ráðningum til stofnunarinnar.

Nú síðast var ráðið í heilar níu stöður hjá stofnuninni og þegar hulunni var svipt af nýjum starfskröftum kom í ljós að allt eru það konur sem bætast í hópinn. Á tímum þar sem jafnvel hörðnuðustu togarajaxlar og neftóbakskallar skilgreina sig sem femínista þótti mörgum þetta stinga í stúf enda samkvæmt lauslegri könnun starfsmannastaðan orðin 22-5 konum í vil.

Ýmsar mögulegar ástæður hafa verið nefndar. Ein kenningin er sú að hún sé fjárhagslegs eðlis, því eins og nýlegar fréttir staðfesta þarf ekki að borga konum nærri eins há laun og körlum.

En mikið skemmtilegri kenning er sú að þarna komi einfaldlega í ljós að framkvæmdastjórinn, Karl Sölvi Guðmundsson, sé ekki allur þar sem hann er séður. Hefur það vakið grunsemdir manna að þarna fer maður nokkuð útlendingslegur og því eins víst að þarna sé um að ræða soldán frá Arabíu sem að sjálfsögðu er því vanur að hafa eigin kvennabúr, eða í þessu tilfelli þá kvennabrú.

Tístið telur sig hafa fundið á þessu staðfestingu og að Karl sé í raun vel þekktur soldánn sem hafi leikið þann leik að raka sig, setja á sig gleraugu og blekkja þannig heilan landshluta, sbr. mynd 2 sem hér fylgir.aladdin-sultan

Eitthvað hafa þeir sem eru ekki trúaðir á kenninguna bent á að það sé nú ekki þannig að enginn karlmaður hafi verið ráðinn til starfa og benda því til sönnunar á Jón Pálsson, sem nýlega kom til starfa sem fulltrúi markaðssviðs Austurbrúar.


En allt fellur þetta saman þegar skoðuð er mynd 3, gömul mynd af Jóni sem barst frá ónefndum heimildarmanni...

Jafar

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar