Stundum gott að vita að þú kemst ekki neitt

jon thordarson ssa13Borgfirðingar hafa verið í sviðljósinu að undanförnu, ekki hvað síst eftir ítarlega umfjöllun Kastljóssins um uppganginn á staðnum. Sumt breytist þó aldri.

Daginn eftir að þátturinn var sendur út kom Jón Þórðarson, sveitarstjóri, í ræðustól á þingi SSA og ræddi þróunina í atvinnumálum staðarins.

„Á Borgarfirði eru jafn margir bátar og árið 1604. Þeir eru tólf. Það voru líka tólf bátar á staðnum um miðja nítjándu öld.“

Jón ræddi einnig samgöngumál og ófærð á Vatnsskarðinu – sem stundum virðist vera til góðs.

„Það er stundum gott að fara út og horfa á brimið skella á ströndinni vitandi að fjallið er ófært og þú kemst ekki neitt!“

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.