Stundum gott að vita að þú kemst ekki neitt
Borgfirðingar hafa verið í sviðljósinu að undanförnu, ekki hvað síst eftir ítarlega umfjöllun Kastljóssins um uppganginn á staðnum. Sumt breytist þó aldri.Daginn eftir að þátturinn var sendur út kom Jón Þórðarson, sveitarstjóri, í ræðustól á þingi SSA og ræddi þróunina í atvinnumálum staðarins.
„Á Borgarfirði eru jafn margir bátar og árið 1604. Þeir eru tólf. Það voru líka tólf bátar á staðnum um miðja nítjándu öld.“
Jón ræddi einnig samgöngumál og ófærð á Vatnsskarðinu – sem stundum virðist vera til góðs.
„Það er stundum gott að fara út og horfa á brimið skella á ströndinni vitandi að fjallið er ófært og þú kemst ekki neitt!“