Tónlistarhátíðabærinn Egilsstaðir

img 5932 fix01 webEins og frægt er orðið gerði Mikael Torfason, ritstjóri Fréttablaðsins og skáld, þau klaufalegu mistök í leiðara í sumar að skrifa að tónlistarhátíðin Bræðslan væri haldin á Egilsstöðum en ekki Borgarfirði eystra.

Í gær kom út virðuleg skýrsla á vegum Útóns, útflutningsskrifstofu íslenskrar tónlistar. Í inngangi hennar er tekið dæmið um „Eistnaflug á Egilsstöðum“ sem dæmi um eina af frambærilegustu tónlistarhátíðunum.

Eitthvað virðist það vera við Austurland og tónlistarhátíð sem gerir það að verkum að menn halda að þær séu almennt haldnar á Egilsstöðum.

Frá Norðfirði heyrist það tíst að þar hafi menn hætt að lesa skýrsluna strax í fyrstu línu, fyrstu málsgreinar í inngangi!

Mynd: Stebba

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar