Erfitt að taka skítadreifarann með í gröfina

skitadreifariÞað var fyrir nokkrum árum að ágengur vélasölumaður að sunnan gekk á eftir gömlum bónda í Skriðdal og reyndi að pranga inn á hann glænýjum skítadreifara.

Sá gamli taldi sig ekki hafa mikil not fyrir dreifarann en vélasölumaðurinn gafst ekki upp og hélt áfram, meðal annars með þeirri röksemdafærslu að bóndinn yrði að nota peningana sem hann ætti meðan hann lifði, ekki gæti hann tekið þá alla með sér í gröfina.

Þá stóð ekki á svarinu: „Ég get ekki trúað að það sé þægilegra að koma skítadreifaranum með mér í gröfina heldur en peningunum!“

Þar með voru sölutilraunirnar úti.

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.