Rekur ekki þjálfarann þótt ekkert fiskist

svn logoHluti af hinni umtöluðu hnattvæðingu er útbreiðsla ensk fótboltans. Hvar sem niður er komið, á kaffistofu, úti á götu eða á Facebook verður vart hjá því komist að heyra um hælsæri Rúnís eða útstæð augu Özils.

Þannig hefur dapurt gengi meistara Manchester United ekki farið framhjá nokkrum manni, sama hvað hann hefur reynt og ganga stuðningsmenn liðsins um beygðir og sakna dýrðartímanna með Sör Alex Ferguson.

Sá ungi knattspyrnuáhugamaður, Húnbogi Gunnþórsson, sonur Síldarvinnsluforstjórans, tilheyrir þessum hópi og lýsti þeirri skoðun sinni á Facebook eftir enn einn vandræðaleikinn að réttast væri að reka amatörinn David Moyes hið snarasta.

Heimir Þorsteinsson, fyrrum þjálfari Fjarðabyggðar, sá færsluna og var snöggur til svars: „Það hefur ekkert fiskast hjá okkur í SVN í langan tíma Húnbogi. Samt vill ég alls ekki láta reka pabba þinn. Taktu þér tak drengur!"

Forstjórinn, Gunnþór Ingvason, tók hins vegar eftir samræðunum og virtist ekki líka samlíking Heimis: „Í guðanna bænum ekki líkja SVN og Man United saman. Síldarvinnslan mun halda áfram að vera á toppnum þó ég hætti, því þar er topp fólk í öllum stöðum. Því miður verða Man United menn að sætta sig við að svo er ekki þar á bæ!"

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.