Spámaðurinn Zuckerberg: „Svo lengi lækar sem lifir“

unnargeir fullkomnir jafningi 0004 webÞað hefur sjálfsagt ekki farið fram hjá neinum að framboð á trúar- og lífsskoðunarfélögum hefur aukist gífurlega hér á landi á undanförnum árum. Nú virðist enn einn nýr valkostur hafa bæst í hópinn.

Það sem vekur sérstaklega áhuga okkar á þessu er að æðstiprestur í þessum nýja söfnuði er Austfirðingur. Það er enginn annar en Héraðsbúinn Unnar Geir Unnarsson sem flytur fylgjendum sínum fagnaðarerindi tækninnar.

Í meðfylgjandi myndbandi má sjá brot úr messu í hinum nýja söfnuði. Ekki virðist koma fram hvar hann er til húsa og ekki er heldur vitað hvort von er á að Unnar komi á heimaslóðir til að halda vakningarsamkomur.

Tístið hvetur hins vegar eindregið til þess því ætla má að mikil eftirspurn geti verið eftir nýjum trúarleiðtogum hér eystra, enda prestar Þjóðkirkjunnar á svæðinu orðnir nokkuð gamaldags og Baldur Pálsson Freysgoði yngist heldur ekkert með árunum.

Við skulum tísta!



Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.