Dumbledore, Dorrit og Doddi Bjarna

thoroddur bjarnason ssa13Á tiltölulega skömmum tíma hefur Austurland orðið mun meira „cosmopolitan“ en menn hafa löngum átt að venjast. Þessi þróun hefur komið sumum í opna skjöldu.

Það virtist í það minnsta vera nokkuð ráðvilltur ferðalangur sem ritaði eftirfarandi á facebook-síðu sína nú í kvöld.

Venjulegt fimmtudagskvöld á Hótel Héraði og setið við þrjú borð. Við eitt situr Dorrit með karlinum sínum, við annað ég með reyfara eftir James Patterson og við það þriðja Albus Dumbledore í eigin persónu. Grínlaust, þetta er lineuppið...!

Það er vonlegt að Þóroddur Bjarnason, sem að undanförnu hefur dvalist erlendis í námsleyfi, hafi ekki áttað sig á því hverslags breytingar hafa orðið hér eystra. Nú ganga kvikmyndastjörnur og mektarfólk um götur og varla að nokkur kippi sér upp við Stanley Tucci á hlaupabrettinu eða Sofie Gråbøl í sundi.

Þannig er væntanlega auðvelt fyrir einn ráðvilltan prófessor og stjórnarformann Byggðastofnunar að fá snert af minnimáttarkennd á hótelbarnum á Héraði...

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.