Orkumálinn 2024

Fjarðabyggð eða Fjarðarbyggð

coke fjardarbyggd webÚtsendara tístsins brá nokkuð í brún þegar hann skaust í goskælinn í austfirskri matvörubúð í von um að slökkva þorstann í sólinni í vikunni.

Undanfarin sumur hefur verið í gangi markaðsherferðin „njóttu Coke með" og síðan hafa fylgt íslensk skírnarnöfn eins og Siggi, Jón og Gunna.

Í sumar hafa örnefni bæst í hópinn og tístari fann Austfjarðastoltið gjósa upp þegar hann leitaði að flöskum með austfirskum örnefnum.

Nafn Fjarðabyggðar var á flöskunni skrifað með auka r-i, eins og byggðin væri aðeins með einum firði. Ekki er nánar til tekið hvaða fjörður það sé.

Ekki fylgir heldur sögunni hvort villan hafi fengið svo á útsendarann að hann hafi skipt um skoðun og fengið sér Pepsi.

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.