Lögreglumaður skaut á uppreisnarseggi á kvenfélagssamkomu í barnaskólanum á Norðfirði
Mikil umræða hefur verið í vikunni um skotvopn íslenskra lögreglumanna. Blessunarlega eru fá dæmi eru um að þeir hafi beitt þeim en eitt slíkt kom upp í á Norðfirði þann 1. desember árið 1934.Inn á borð Tístsins barst Nýja dagblaðið þar sem sagt undir fyrirsögninni „Ryskingarnar á Norðfirði." Þar er vitnað í skýrslu bæjarfógetans til dómsmálaráðuneytisins. Þar segir orðrétt:
„Síðastliðið laugardagskvöld hélt kvenfélagið hér samkomu í barnaskólahúsinu. Að fyrirlagi mínu voru viðstaddir til að halda uppi reglu lögregluþjónn Jón Baldvinsson og löggæzlumaður Vilhelm Jacobsson.
Um miðnætti vildi ölvaður maður fara inn í samkomusalina, en löggæzlumaður bannaði. Varð uppþot og veizt að löggæzlumanninum. Lögregluþjóninn ætlaði að koma til hjálpar, en var sleginn í rot.
Varð þröng mikil. Löggæzlumaðurinn barinn og illa leikinn. Kylfan slitin af honum og 4 menn tóku hann og báru niður stiga og settu hann út af 2½ metra háum tröppupalli. Mannfjöldi þyrptist að með hrópyrðum og ógnunum.
Löggæzlumaðurinn skaut þá varnarskotum, 3 að því er hann ber, en aðrir framburðir ósamhljóða. Sumir fimm skotum. Síðan fór löggæzlumaður til bæjarfógeta sem kom strax á vettvang og stillti til friðar."
Í skýrslu fógetans, Kristins Óskarssonar, skemur fram að lögregluþjóninn hafi hlotið áverka og löggæzlumaðurinn áverka og „meiddur víða."
Af mannfjöldanum særðust þrír menn „lítillega og fjórði telur sig einnig særðan á augabrún af skoti, en ólíklegt eftir öðrum framburði.
Árásarmennirnir aðallega þessir: Randver Bjarnason, Ólafur Bjarnason, Sigurjónu Ingvarsson, Sveinn Magnússon, Sigurður Jóhannesson, Bergur Valdemar Andrésson."
Í skýrslunni segir að þeir hafi viðurkennt brot sín og málið „að mestu" upplýst „Ef til vill sannast síðar fleiri árásarmenn."
Fógetinn kveðst verið byrjaður að rannsaka málið og margir verið yfirheyrðir, meðal annarra löggæzlumaðurinn sem segist hafa „skotið í neyðarvörn og miðað til jarðar," sem fógetinn telur líklegt.
Ráðherrann leysti löggæzlumanninn strax frá störfum þegar sannað var að hann hafði beitt skotvopni í ryskingunum.