Bruninn seinkaði Eistnaflugsferðinni

Bruninn í Kleinunni á miðvikudagsmorgun hafði áhrif víða, meðal annars á Héraðsbúa sem ætluðu að taka daginn snemma til að komast á Eistnaflug í Neskaupstað.


Heimamenn vísa yfirleitt á Kleinuna, sem heitir í opinberum gögnum Miðvangur 2-4, með þeim orðum að þar sé Ríkið að finna. Yfirleitt duga þær leiðbeiningar til að viðkomandi átti sig á hvaða hús er um að ræða og hvert hann eigi að fara.

En bruninn olli því að loka þurfti Vínbúðinni um tíma. Annars vegar var rafmagnið tekið af og hins vegar er fólki ekki hleypt inn í brennandi hús, sama hversu áríðandi viðskiptin kunna að vera.

Austurfrétt rakst hins vegar á ákafan Eistnaflugsgest sem að seinka viðskiptum sínum við hina mikilvægu búð vegna eldsins. Honum virtist liggja mikið á þar sem hann mun hafa komið oftar en einu sinni að búðinni þann stutta tíma sem loka þurfti vegna eldsins.

Hann staðfesti þá sögu sjálfur að hluta með orðunum: „Ég var brjálaður. Ég þurfti að bíða í klukkutíma til að geta byrjað að drekka.“

 

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.