Hjólin á strætó snúast
Myndband úr eftirlitsmyndavél Dekkjahallarinnar á Egilsstöðum hefur vakið mikla kátínu meðal Austfirðinga síðustu daga en þar má sjá vel heppnaðan vinnustaðahrekk.
Kristdór Þór Gunnarsson, stjórnandi dekkjaverkstæðisins, birti það á Facebook en hann hefur greinilega gómað starfsmenn sína í öðrum gjörðum en þeim sem mest eru aðkallandi þegar sem mest er að gera við að setja vetrardekkin undir.
Hann getur hins vegar glaðst yfir samvinnu félaganna þegar í óefni horfir...
Gaman í vinnunni Bjartmar Halldórsson Valdimar Ásgrímsson Kristófer Máni Gunnarson
Posted by Kristdór Þór Gunnarsson on Wednesday, 16 November 2016