Taktu þátt í könnun!

Þessa dagana snýst lífið um skoðanakannanir. Fylgi flokka og frambjóðenda er mælt af mikilli alúð og niðurstöðurnar krufnar samviskusamlega.

Að undanförnu hefur fréttaflutningur af stöðu mála innan Framsóknarflokksins verið áberandi. Nú síðast hafa verið gerðar kannanir um stöðu formannsframbjóðenda og ekkert lát ætlar að verða á því.

Óþekktur aðili, sem Tístið þekkir ekki deili á, hefur látið setja upp netkönnun um innri málefni flokksins og er þar sjón sögu ríkari.

Nálgast má könnunina með því að smella hér.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.