Um kattahald á Egilsstöðum

Philip Vogler á Egilsstöðum er mikill áhugamaður um vísnagerð, svo mjög að sjálfur forseti Íslands hefur vísað til hans í ræðu.

Philip sendi Austurfrétt nýverið vísu um umræðu á kattamálum á Fljótsdalshéraði en vísan flaug honum í hug þegar hann var að moka snjó af stétt sinni.

Víða líkar veröld mér,
til vandræða er seinn,
en margir kettir kúka hér
kött þó eigi ei neinn.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.