Tveir Austfirðingar í stjórn Bjartrar framtíðar

elvar_jonsson2.jpgTveir bæjarfulltrúar úr Fjarðabyggð eru meðal þeirra fjörutíu einstaklinga sem skipa stjórn hins nýja stjórnmálaflokks, Bjartrar framtíðar, sem stofnaður var formlega í dag.

 

Lesa meira

Viðbúnaður vegna lendingar farþegavélar frá Egilsstöðum

flug_flugfelagislands_egsflugv.jpgViðbúnaður var á Reykjavíkurflugvelli í morgun þegar Fokker 50 vél Flugfélags Íslands á leið frá Egilsstöðum kom þar inn til lendingar. Viðvörunarbúnaður gaf til kynna að lendingarbúnaður vélarinnar væri ekki í lagi.

 

Lesa meira

Steina Petra látin

petra_steina.jpgLjósbjörg Petra María Sveinsdóttir, steinasafnari á Stöðvarfirði, lést á hjúkrunarheimilinu Uppsölum á Fáskrúðsfirði í gærmorgun.

 

Lesa meira

Hætt við lokun á FSN í sumar: Dregið úr þjónustuframboði

hsalogo.gifÞrjátíu milljóna króna viðbótarframlag úr ríkissjóði bjargar því að loka þurfi sjúkrasviði Fjórðungssjúkrahússins í Neskaupstað í sumar. Það dugir samt ekki til að koma í veg fyrir niðurskurð í þjónustu.

 

Lesa meira

Er nauðsynlegt að loka sjúkrasviðinu til að spara?

hsalogo.gifEkki var samstaða innan framkvæmdastjórnar Heilbrigðisstofnunar Austurlands (HSA) um að leggja til að loka sjúkrasviði Fjórðungssjúkrahúss Austurlands í Neskaupstað tvo mánuði í sumar í sparnaðarskyni.

 

Lesa meira

Styrkir til atvinnumála kvenna

atvinnumal_kvenna.jpgNú hefur verið opnað fyrir umsóknir um styrki til atvinnumála kvenna er velferðarráðherra veitir árlega. Styrkir þessir hafa verið veittir síðan árið 1991 og er markmið þeirra að efla atvinnulíf og auka aðgengi kvenna að fjármagni. Til ráðstöfunar að þessu sinni eru 30 milljónir og er hámarksstyrkur að þessu sinni kr. 3.000.000.

 

Lesa meira

Davíð Þór leysir af í Austurlands- prófastsdæmi

david_thor_jonsson_web.jpgGuðfræðingurinn Davíð Þór Jónsson verður fræðslufulltrúi Austfjarðaprófastsdæmi frá 1. mars til 31. ágúst í leyfi séra Þorgeirs Arasonar. Davíð er reyndar þekktastur sem útvarps- og sjónvarpsmaður, leikari, þýðandi, skáld, ritstjóri og pistlahöfundur og spurningahöfundur.

 

Lesa meira

Tundurdufli eytt á Héraðssandi: Myndband

tundurdufl_lhg.jpgSprengjusveit Landhelgisgæslunnar eyddi á föstudag tundurdufli frá síðari heimsstyrjöld sem kom í ljós við Selfljótsós á Héraðssandi.

 

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.