24. mars 2023
Koma til móts við óskir starfsfólks með niðurfellingu leikskólagjalda
Fræðslunefnd Fjarðabyggðar leggur til að foreldrar barna í leikskólum sveitarfélagsins geti sótt um niðurfellingu skólagjalda á tilteknum tímum ársins. Þannig aukist sveigjanleiki sveitarfélagsins gagnvart óskum starfsmanna um frí og leyfi frá störfum.