28. mars 2023
Gul viðvörun bætist við fyrir Austurlandið á fimmtudag
Veðurstofa Íslands hefur gefið út gula veðurviðvörun fyrir fimmtudaginn en þá er von á talsverðri eða mikilli snjókomu eða skafrenningi allan þann sólarhring. Þetta bætist við óvissustig sem í gildi er fyrir nokkra þéttbýlisstaði í fjórðungnum vegna snjóflóðahættu.