15. mars 2023
Óánægja með breyttan opnunartíma sundlauga
Frá og með 21. febrúar var opnunartími íþróttamiðstöðva Fjarðabyggðar styttur þannig að íþróttamiðstöðvar opna klukkan 07:00 í stað 06:00 alla virka daga. Töluverð óánægja er með nýjan opnunartíma og undirskriftalisti til að mótmæla breytingunni settur af stað í Neskaupstað og á Eskifirði.